Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   sun 14. september 2025 12:04
Brynjar Ingi Erluson
Brynjólfur meiddur og óvíst hvenær hann snýr aftur
Brynjólfur er heitasti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar
Brynjólfur er heitasti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Brynjólfur Andersen Willumsson, besti leikmaður mánaðarins í hollensku úrvalsdeildinni, verður ekki með Groningen um helgina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í landsliðsverkefninu gegn Aserbaídsjan og Frakklandi.

Blikinn hefur verið í banastuði í byrjun leiktíðar og skorað fimm mörk í fjórum deildarleikjum.

Hann var valinn leikmaður mánaðarins fyrir frammistöðu sína í deildinni, en hollenska deildin mun vafalaust sakna hans þegar Groningen heimsækir Utrecht í hádeginu.

Brynjólfur meiddist í landsliðsverkefninu og getur ekki spilað leikinn, en óvíst er hve lengi hann verður frá.

Þetta staðfesti Ron Jans, þjálfari Groningen, á heimasíðu félagsins.

Groningen er í 8. sæti deildarinnar með 6 stig og er Brynjólfur þá markahæsti maður deildarinnar, einu marki á undan Ayase Ueda, leikmanni Feyenoord.


Athugasemdir