Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 13:19
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Markalaust í grannaslag
Mynd: EPA
Southampton 0 - 0 Portsmouth

Southampton og Portsmouth gerðu markalaust jafntefli í grannaslag á St. Mary's leikvanginum í ensku B-deildinni í dag.

Mikill rígur er á milli þessara liða og hefur verið í tugi ára, en sex ár voru frá því þau mættust síðast og hafði þá Southampton 4-0 sigur í deildabikarnum.

Andre Dozzell, leikmaður Portsmouth, átti besta færi fyrri hálfleiksins er hann setti boltann í slá af löngu færi.

Southampton bætti leik sinn til muna í þeim síðar en hvorugu liðinu tókst að skapa sér eitthvað af viti.

Markalaust jafntefli því niðurstaðan og það nokkuð sanngjarnt, en þetta er aðeins í annað sinn í sögunni sem leikar enda á þann veg í þessum grannaslag.

Portsmouth er í 8. sæti með 8 stig en Southampton í 15. sæti með 6 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Portsmouth 5 2 2 1 4 3 +1 8
10 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 5 1 3 1 6 6 0 6
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir
banner