Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 14. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Rudi Garcia tekur við Lyon (Staðfest)
Franska félagið Lyon hefur ráðið Rudi Garcia sem þjálfara en þetta var staðfest í dag.

Jose Mourinho ku hafa hafnað Lyon í síðustu viku.

Lyon skoðaði að ráða Laurent Blanc og Arsene Wenger en að lokum var ákveðið að ráða Garcia.

Ráðningin kemur nokkuð á óvart þar sem Garcia þjálfaði síðast erkifjendur Lyon í Marseille.

Hinn 55 ára gamli Garcia þjálfaði einnig Roma frá 2013 til 2016 og þar áður lið Lille.
Athugasemdir
banner
banner