Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 17:43
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Tyrklands: Hetjan úr seinasta leik kemur inn
Icelandair
Arda Guler, leikmaður Real Madrid er á sínum stað í byrjunarliðinu.
Arda Guler, leikmaður Real Madrid er á sínum stað í byrjunarliðinu.
Mynd: EPA

Klukkan 18:45 hefst leikur Íslands og Tyrklands í 4. umferð Þjóðadeildarinnar. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að skila sér í hús. Eins og fólk átti von á stilla tyrkir upp býsna sterku byrjunarliði.


Tyrkir unnu Svartfjallaland í Tyrklandi 1-0 á föstudaginn með marki frá varamanninum Irfan Kahveci sem byrjar í kvöld.

Vicenzo Montella, eða litla flugvélin eins og hann er jafnan kallaður, gerir þrjár breytingar á tyrkneska liðinu frá sigrinum á föstudaginn. Zeki Celik, Kenan Yldiz og Irfan Can Kahveci, hetjan úr síðasta leik, koma inn í liðið fyrir þá Mert Muldur, Yunus Akgun og Baris Yilmaz.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 en hægt er að kaupa sér miða á leikinn á Tix.is.

Byrjunarlið Tyrklands:
23. Ugurcan Cakir (m)
2. Zeki Celik
3. Merih Demiral
6. Orkun Kökcu
7. Kerem Akturkoglu
8. Arda Guler
10. Hakan Calhanoglu
11. Kenan Yildiz
14. Abdulkerim Bardakci
17. Irfan Can Kahveci
20. Ferdi Kadioglu-
Athugasemdir
banner
banner
banner