Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dregið í umspilið 22. nóvember - Hvernig er staðan?
Icelandair
Birkir Bjarnason í leiknum gegn Tyrklandi í kvöld.
Birkir Bjarnason í leiknum gegn Tyrklandi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Sviss með í umspilinu?
Verður Sviss með í umspilinu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er á leið í umspil um sæti á lokakeppni EM 2020. Ísland á ekki lengur möguleika á því að fara beint á EM í gegnum undanriðilinn.

Dregið verður í umspilið þann 22. nóvember.

Umspilið, sem verður í mars á næsta ári, tengist Þjóðadeildinni þar sem Ísland var í A-deild í fyrra. Það verða fjögur sæti laus á Evrópumótið þegar riðlakeppni undankeppninnar lýkur í næstu viku, og mun staða liða í Þjóðadeildinni ráða því hvaða lið fara í umspilið.

Fjögur lið úr hverri deild Þjóðadeildarinnar fara í undanúrslit og úrslit um sætin fjögur sem eftir eru í mars á næsta ári.

Góðar líkur eru á því að öll liðin úr A-deild, nema Ísland, fari á EM í gegnum undanriðlana og að Ísland verði eina liðið úr A-deild sem taki þátt í umspilinu.

Eins og staðan er núna þá munu lið úr C-deild færast upp í A-deildarumspilið.

Ná Svisslendingar að sleppa við umspilið?
Sviss er enn í möguleika á að taka þátt í A-deildarumspilinu, en Sviss er sem stendur í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Danmörku og Írlandi.

Sviss á eftir að spila við Georgíu og Gíbraltar, og Danmörk og Írland eiga eftir að mætast innbyrðis.

Eins og áður segir, þá eru mjög góðar líkur á því að ef Svisslendingar komast beint á EM í gegnum undankeppnina, að þá muni íslenska liðið ekki mæta liði sem var í A-deild Þjóðadeildarinnar í umspilinu í mars.

Ísland myndi þá væntanlega spila gegn Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu í undanúrslitum og einni af þessum þjóðum í úrslitaleik um sæti á EM.

Spilað á Laugardalsvelli í mars?
Umspilið virkar þannig að það eru einn undanúrslitaleikur og svo úrslitaleikur.

Ef Ísland verður eitt tveggja liða úr A-deild, eða eina liðið úr A-deild í umspilinu, þá fáum við heimaleik í mars. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður stefnt á að spila leikinn í mars á Laugardalsvelli, þrátt fyrir sögusagnir um að Ísland þurfi mögulega að skipta um heimavöll og spila erlendis.

KSÍ ku vera að undirbúa að spila á Laugardalsvelli og í því samhengi er stefnt á að fá hitapylsu, eða hitadúk, yfir grasið á Laugardalsvelli.

Slíkt hið sama var gert fyrir leikinn gegn Króatíu í umspili um sæti á HM en sá leikur fór fram 15. nóvember árið 2013.

Eins og áður segir þá verður dregið í umspilið 22. nóvember, en þá verður einnig dregið um það hvar úrslitaleikurinn í umspilinu verður.

Undanriðlunum lýkur 19. nóvember og þá kemur auðvitað enn betur í ljós hver staða Íslands verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner