Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   þri 14. nóvember 2023 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd hittir ekki umboðsmenn - Real horfir til Leverkusen
Powerade
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Victor Boniface, sóknarmaður Bayer Leverkusen.
Victor Boniface, sóknarmaður Bayer Leverkusen.
Mynd: EPA
Slúðurpakkinn er í boði Powerade og er það BBC sem tekur saman það helsta í erlendu slúðri.

Richarlison (26), sóknarmaður Tottenham, og Jadon Sancho (23), kantmaður Manchester United, eru á óskalista félaga í Sádi-Arabíu fyrir janúargluggann. (Telegraph)

Juventus á Ítalíu hefur einnig áhuga á Sancho en bara á lánssamningi þar sem United borgar hluta af launum hans. (Fabrizio Romano)

United er hins vegar ekki tilbúið að gefast alveg upp á Sancho enn sem komið er. (Football Insider)

Reece James (23) er með alla einbeitingu á Chelsea þrátt fyrir áhuga frá Manchester City og Real Madrid. (90min)

Man Utd hittir ekki umboðsmenn sem eru reyna að bjóða stjóra til að taka við liðinu af Erik ten Hag. (ESPN)

Tottenham er að skoða Samuel Iling-Junior (20), ungan framherja Juventus, fyrir janúargluggann. (Independent)

Gabriel Moscardo (18), miðjumaður Corinthians, sem vakið hefur áhuga frá Arsenal og Barcelona, segir að Chelsea hafi reynt að kaupa sig í sumar. (Talksport)

Real Madrid hefur bætt Florian Wirtz (20), miðjumanni Bayer Leverkusen, og liðsfélögum hans bakverðinum, Jeremie Frimpong (22) og sóknarmanninum Victor Boniface (22) á óskalista sinn. (Football Transfers)

Barcelona er opið fyrir því að selja kantmanninn Raphinha (26) næsta sumar. (Fichajes)

Real Madrid er tilbúið að gera nýjan samning við varnarmanninn Eder Militao (25) sem myndi gilda til ársins 2028. (Mundo Deportivo)

Sóknarmaðurinn Evan Ferguson (19) er núna einn launahæsti leikmaður Brighton eftir að hafa skrifað undir nýjan sex ára samning við félagið. (Football Insider)

Herbert Hainer, forseti Bayern München, segir að félagið hafi engan áhuga á því að selja bakvörðinn Alphonso Davies (23). (90min)

Joao Palhinha (28), miðjumaður Fulham, segist ekki vita hvað muni gerast í framtíðinni eftir að hann var spurður út í möguleg skipti sín til Bayern. Hann var nálægt því að ganga í raðir þýska stórveldisins í sumar. (O Jogo)

Igor Tudor, fyrrum stjóri Marseille, er líklegur til að taka við Napoli af Rudi Garcia. (Fabrizio Romano)

Fabio Cannavaro (50), fyrrum landsliðsfyrirliði Ítalíu, er einnig orðaður við Napoli. (Mail)

Papiss Cisse (38), fyrrum sóknarmaður Newcastle, hefur verið að æfa með utandeildarfélaginu Macclesfield Town og gæti hann samið við félagið. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner