Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. janúar 2020 21:54
Aksentije Milisic
Myndband: Magnað samspil Higuain og Dybala endaði með marki
Mynd: Getty Images
Juventus og Udinese áttust við í 16 liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld. Skemmst er frá því að segja að heimamenn fóru auðveldlega áfram en leikar enduðu 4-0 þar sem Paulo Dybala gerði tvennu.

Fyrsta og jafnframt fallegasta mark leiksins kom á 16. mínútu en það skoraði Gonzalo Higuain eftir frábært samspil með Dybala.

Higuain fékk þá knöttinn frá Rodrigo Bentacur og í kjölfarið léku hann og Dybala sex sendingar á milli sín sem endaði með því að Higuain var einn gegn markverði gestanna og kláraði hann færið vel. Hreint út sagt magnað samspil frá þessum tveimur Argentínumönnum sem gjörsamlega splundraði vörn gestanna.

Juventus bætti við þremur mörkum eftir þetta og fékk Dybala sénsinn á því að gulltryggja þrennuna en hann ákvað að leyfa Douglas Costa að taka vítið í staðinn.

Þetta flotta mark má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner