Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. janúar 2022 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coutinho: Saknaði þess að spila í ensku úrvalsdeildinni
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
„Ég saknaði þess að taka þátt í svona leikjum, ég saknaði þess að spila í ensku úrvalsdeildinni," sagði Philippe Coutinho, leikmaður Aston Villa, eftir 2-2 jafntefli gegn Manchester United í dag.

Um miðbik seinni hálfleik komst United í 0-2 og aftur var það Bruno Fernandes sem skoraði. Fred vann boltann hátt á vellinum og kom boltanum á Fernandes sem kláraði vel.

En svo kom Coutinho inn á og allt fór úrskeiðis hjá Man Utd. Hinn efnilegi Jacob Ramsey minnkaði muninn á 77. mínútu og fjórum mínútum síðar jafnaði Coutinho. Villa spilaði frábæran fótbolta á þessum kafla.

Þetta var fyrsti leikur hins 29 ára gamla Coutinho í enska boltanum síðan hann yfirgaf Liverpool og fór til Barcelona í janúar 2018.

„Ég er mjög ánægður að vera hér með nýjum liðsfélögum. Þetta var góð byrjun; við höfðum trú til enda."

„Ég er ánægður. Þetta var fyrsti leikurinn. Ég vil leggja mikið á mig og komast í betra stand. Það hafa verið hæðir og lægðir frá því ég fór frá Englandi. Það er fortíðin og ég vil núna einbeita mér að því hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum."
Athugasemdir
banner
banner
banner