Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 15. janúar 2025 00:20
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Tókum alltof mikið af röngum ákvörðunum
Mynd: Man City
Mynd: Getty Images
Manchester City heimsótti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og komst í tveggja marka forystu þökk sé tvennu frá Phil Foden.

Leikurinn var kaflaskiptur en aðallega opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu góð færi. Foden skoraði mörkin sín í síðari hálfleik en Brentford tókst að jafna með tveimur mörkum á lokakaflanum.

Pep Guardiola svaraði spurningum að leikslokum og var svekktur að hafa misst tveggja marka forystu niður á lokamínútunum. Hann kennir meiðslum og slæmri ákvarðanatöku um.

„Við tókum alltof mikið af röngum ákvörðunum á lokaþriðjungnum í þessum leik. Við unnum mikið af löngum boltum sem við hefðum getað haldið betur en strákarnir tóku rangar ákvarðanir í staðinn fyrir að hlaupa bara áfram með boltann. Við spiluðum gegn sterkum andstæðingum sem ég er persónulega mjög hrifinn af og úr varð frábær skemmtun þar sem bæði lið sköpuðu mikið af færum," sagði Guardiola eftir jafnteflið.

„Í stöðunni 2-0 áttum við að klára þetta en við erum ekki með leikmenn til að verjast inni í vítateig, þeir eru meiddir. Þess vegna þurftum við að verjast með því að halda boltanum framarlega á vellinum, en við vorum ekki nógu góðir í því. Við tókum rangar ákvarðanir og það kostaði okkur.

„Miðverðirnir okkar eru meiddir ásamt Rodri og við tókum ekki alltaf réttar ákvarðanir. Við erum vonsviknir að missa niður tveggja marka forystu á lokakaflanum en svona gerist. Því miður tókst okkur ekki að sigra. Við áttum að gera betur á lokakaflanum en þar fyrir utan spiluðum við alls ekki slæman leik."


Man City er í 6. sæti úrvalsdeildarinnar eftir þetta jafntefli, með 35 stig úr 21 leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner