Það getur verið að það hafi átt að vera eitthvað leyndarmál að einaþota Cristiano Ronaldo lenti á flugvellinum í Manchester í gær en flugvöllurinn sjálfur hefur þá eyðilagt það leyndarmál.
Í gær birti nefnilega flugvöllurinn í Manchester færslu á Twitter þar sem bent var á að einkaþota Ronaldo væri lent á flugvellinum og með fylgdi meira að segja mynd af þotunni sem er rækilega merkt leikmanninum.
Ronaldo lék síðast með Man Utd fyrir tveimur árum en hætti þegar hann átti ekki samleið með Erik ten Hag þáverandi stjóra liðsins.
Hann er nýlega orðinn fertugur en spilar þó enn með Al Nassr í Sádí Arabíu.
Einhverjir gerðu sér vonir í gær um að koma flugvélarinnar til borgarinnar væri merki um aðra endurkomu hans til Man Utd, eitthvað sem þó hlýtur að vera ólíklegt.
Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hann sé að kaupa hlut í félaginu en Ronaldo hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á því. Aðrir telja hann vera að sinna viðskiptum í borginni þar sem hann er meðal annars í hótelrekstri.
Í þessari frétt getum við reyndar ekkert kastað ljósi á hvort hann var í flugvélinni eða hvert tilefnið var. En þetta vakti allavega upp spurningar.
???????? pic.twitter.com/rfynSefv0F
— Manchester Airport (@manairport) February 14, 2025
Athugasemdir