Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. mars 2023 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Neitaði að leyfa stráknum að skora
Zsombor Senko var á mála hjá Juventus
Zsombor Senko var á mála hjá Juventus
Mynd: Getty Images
Zsombor Senko, markvörður Diosgyor í ungversku B-deildinni, var ekki vinsælasti maður vallarins í 4-2 tapi liðsins gegn MTK Budapest á dögunum.

Diosgyor var tveimur mörkum undir í hálfleik en áður en síðari hálfleikurinn fór af stað fékk ungur stuðningsmaður MTK að koma inn á völlinn.

Planið var að þessi ungi strákur fengi að hlaupa með boltann að marki gestanna og koma boltanum í netið en það var enginn kærleikur í Senko, markverði Diosgyor, sem var eflaust ósáttur við að hafa fengið á sig tvö mörk.

Hann neitaði að leyfa stráknum að skora á sig og varði tvisvar frá honum áður en strákurinn yfirgaf völlinn, í sárum sínum. MTK komst á toppinn í B-deildinni með sigrinum en liðið er með 59 stig en Diosgyor með 58 stig í öðru.


Athugasemdir
banner
banner