Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   lau 15. mars 2025 17:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ari á leið til Elfsborg og óvænt nafn orðað við Víking
Mynd: Víkingur
Elmar Kári
Elmar Kári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Sigurpálsson er á leið til sænska félagsins Elfsborg en Kristján Óli Sigurðsson og Orri Rafn Sigurðarson greina báðir frá þessu á X.

Kantmaðurinn Ari hefur verið eftirsóttur af mörgum liðum í Svíþjóð en virðist nú á leið til Elfsborg og verður liðsfélagi Júlíusar Magnússonar sem gekk til liðs við Elfsborg frá Fredrikstad í janúar. Ari og Júlíus léku saman með Víkingi áður en Júlíus hélt i atvinnumennsku.

Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, hafði verið orðaður við Víking en FH hafnaði tilboðum frá Víkingi í leikmanninn fyrr í vetur. Samkvæmt Kristjáni Óla hefur Víkingur áhuga á að fá Elmar Kára Enesson Cogic frá Aftureldingu. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Víkingar ekki lagt fram tilboð enn sem komið er.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, svaraði ekki símtölum frá Fótbolta.net í gær.



Athugasemdir
banner
banner
banner