Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM U20: Úkraína meistari eftir sigur á Suður-Kóreu
Mynd: Getty Images
Úkraína 3 - 1 Suður-Kórea
0-1 Lee Kang-in ('5, víti)
1-1 Vladyslav Supriaha ('34)
2-1 Vladyslav Supriaha ('52)
3-1 Heorhii Tsitaishvili ('89)

Úkraína er Heimsmeistari U20 liða eftir sigur á Suður-Kóreu í úrslitaleik í dag. Bæði lið voru að spila í úrslitaleiknum á þessu móti í fyrsta skipti.

Suður-Kórea komst yfir eftir fimm mínútur þegar Lee Kang-in, mjög efnilegur leikmaður Valencia, á Spáni skoraði úr vítaspyrnu. Hann er aðeins 18 ára.

Vladyslav Supriaha, leikmaður Dynamo Kiev, jafnaði fyrir leikhlé og hann skoraði aftur snemma í seinni hálfleiknum. Á 89. mínútu gerði Heorhii Tsitaishvili út um leikinn. Hann leikur einnig með Dynamo Kiev.

Úkraína vinnur mótið, Suður-Kórea í öðru sæti og Ekvador í þriðja sæti eftir sigur á Ítalíu í gær.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner