Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   sun 15. september 2019 16:20
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Óvæntur sigur SPAL á Lazio - Dramatík í Brescia
Fyrstu fjórum leikjum dagsins í 3. umferð Seríu A á Ítalíu er lokið en Bologna vann magnaðan endurkomusigur á Brescia. Það var þá einnig dramatík er Atalanta lagði Genoa að velli, 2-1.

Nýliðar Brescia töpuðu fyrir Bologna 4-3 á heimavelli sínum í dag en áhorfendur fengu sýningu. Ítalski framherjinn Alfredo Donnarumma skoraði tvö mörk með tíu mínútna millibili fyrir Brescia áður en Mattia Bani minnkaði muninn á 36. mínútu.

Andrea Cistana gerði þriðja mark Brescia og staðan því svört í hálfleik fyrir lið Bologna. Liðið átti hins vegar magnaða endurkomu í þeim síðari en rauða spjaldið sem Daniele Dessena, leikmaður Brescia, fékk í upphafi síðari hálfleiks virtist hafa áhrif á heimamenn.

Hinn afar reyndi Rodrigo Palacio minnkaði muninn á 56. mínútu og fjórum mínútum síðar jafnaði Stefano Denswil metin fyrir Bologna. Það var svo Riccardo Orsolini sem gerði sigurmark Bologna tíu mínútum fyrir leikslok.

Það var dramatík á lokamínútunum er Atalanta vann Genoa 2-1 en Luis Muriel kom Atalanta yfir með marki úr vítaspyrnu á 64. mínútu. Kólumbíska markavélin Duvan Zapata bætti við öðru marki í uppbótartíma en andartaki síðar minnkaði Domenico Criscito muninn með marki úr vítaspyrnu. Lokatölur 2-1.

SPAL vann þá óvæntan 2-1 sigur á Lazio. Ciro Immobile kom Lazio yfir á 17. mínútu með marki úr vítaspyrnu en hinn stóri og stæðilegi Andrea Petagna jafnaði hálftíma fyrir leikslok. Það var svo Jasmin Kurtic sem skoraði fyrir SPAL í uppbótartíma. Frækinn sigur SPAL í dag.

Cagliari lagði þá Parma 3-1 en Luca Ceppitelli gerði tvö mörk fyrir gestina.

Úrslit og markaskorarar:

Brescia 3 - 4 Bologna
1-0 Alfredo Donnarumma ('10 )
2-0 Alfredo Donnarumma ('19 )
2-1 Mattia Bani ('36 )
3-1 Andrea Cistana ('42 )
3-2 Rodrigo Palacio ('56 )
3-3 Stefano Denswil ('60 )
3-4 Riccardo Orsolini ('80 )
Rautt spjald:Daniele Dessena, Brescia ('48)

Genoa 1 - 2 Atalanta
0-1 Luis Muriel ('64 , víti)
0-2 Duvan Zapata ('90 )
1-2 Domenico Criscito ('90 , víti)

Parma 1 - 3 Cagliari
0-1 Luca Ceppitelli ('23 )
0-2 Luca Ceppitelli ('39 )
1-2 Antonino Barilla ('58 )
1-3 Giovanni Simeone ('77 )
1-4 Joao Pedro ('90 )

Spal 2 - 1 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('17 , víti)
1-1 Andrea Petagna ('63 )
2-1 Jasmin Kurtic ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
15 Lecce 6 1 2 3 5 10 -5 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
18 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
19 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
20 Pisa 6 0 2 4 3 10 -7 2
Athugasemdir
banner