Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. september 2019 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu dramatískt jöfnunarmark HK á Akureyri
Emil skoraði markið.
Emil skoraði markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK náði að bjarga stigi gegn KA þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni fyrr í dag.

KA komst snemma yfir og voru í þægilegri stöðu til að landa sigrinum eftir að Björn Berg Bryde, varnarmaður HK, fékk að líta sitt annað gula spjald á 75. mínútu.

HK gafst hins vegar ekki upp og tókst að jafna metin, einum færri, á 96. mínútu. Eftir hornspyrnu skallaði Emil Atlason boltann í markið.

Þorsteinn Gunnarsson tók myndband af markinu og birti það á Twitter. Það má sjá hérna.

KA nagar sig væntanlega í handarbökin að hafa ekki unnið þennan leik. KA er í tíunda sæti með 25 stig og er HK með stigi meira í fimmta sæti deildarinnar.

Hægt er að lesa nánar um leikinn hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner