Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. september 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Fá á sig rúmlega tíu mörk að meðaltali í leik
Frá Klaksvík sem trónir á toppi Betri deildarinnar.
Frá Klaksvík sem trónir á toppi Betri deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að lið TB/FCS/Royn eigi undir högg að sækja í Betri deild kvenna, efstu deild í Færeyjum. Liðið er með 173 mörk í mínus í markatölu þegar sautján umferðum af 21 er lokið.

Liðið fær rúmlega tíu mörk að sig að meðaltali í leik og er með markatöluna 2-175 en stærsta tap liðsins á tímabilinu kom í síðasta mánuði þegar það beið lægri hlut 0-17 gegn NSÍ á heimavelli.

TB/FCS/Royn er frá Suðurey, syðstu eyja Færeyja, og er sameinað lið frá öllum þremur fótboltafélögum eyjunnar.

Það hefur tapað öllum leikjum sínum það sannfærandi að markatala allra hinna sjö liða deildarinnar er í plús.

Síðasta laugardag átti TB/FCS/Royn eina bestu frammistöðu sína á tímabilinu þegar það tapaði aðeins 0-6 gegn toppliðinu frá Klaksvík. Hægt er að sjá mörkin úr þeim leik eftir 14 mínútur í þessu myndskeiði.

Þrátt fyrir óheppileg úrslit á þessu tímabili mun TB/FCS/Royn þó halda sæti sínu í Betri deildinni. Efstu liðin í deildinni fyrir neðan eru öll varalið hjá stærstu félögum Færeyja og geta ekki unnið sér inn sæti í efstu deild.
Athugasemdir
banner