Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 15. september 2024 11:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Deco: Gavi mun verða kaup ársins
Mynd: EPA

Gavi, leikmaður Barcelona, er byrjaður að æfa á ný eftir tíu mánaða fjarveru.


Þessi tvítugi spænski miðjumaður hefur verið ansi óheppinn með meiðsli en hann sleit krossband á síðasta ári.

Það styttist í að hann geti farið út á völl en Deco, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, er gríðarlega spenntur að sjá Gavi aftur inn á vellinum.

„Sannaðu til, Gavi mun verða kaup ársins fyrir okku. Hann mun gera frábæra hluti aftur, við erum tilbúnir að bjóða hann velkominn til baka fljótlega," sagði Deco.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner