Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. nóvember 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Næstsíðasti leikur Hamrén er gegn Dönum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í Þjóðadeildinni í dag og mæta Strákarnir okkar til leiks í Danmörku í kvöld.

Erik Hamrén stýrir Íslandi í næstsíðasta sinn í kvöld en hann hættir eftir leikinn gegn Englandi á Wembley næsta miðvikudag.

Ísland er í neðsta sæti riðilsins í Þjóðadeildinni og er þegar fallið niður í B-deild.

Belgía og England mætast einnig í beinni útsendingu á sama tíma og við spilum við Dani.

Viðureign Hollands gegn Bosníu verður sýnd beint rétt eins og leikur Skota gegn Slóvakíu. Þar geta Skotar tryggt sig í úrslitakeppnina með sigri.

UEFA NATIONS LEAGUE A
17:00 Holland - Bosnía (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Danmörk - Ísland (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Belgía - England (Stöð 2 Sport)
19:45 Ítalía - Pólland

UEFA NATIONS LEAGUE B
14:00 Slóvakía - Skotland (Stöð 2 Sport 2)
17:00 Wales - Írland
17:00 Bulgaria - Finnland
17:00 Tyrkland - Rússland
19:45 Ungverjaland - Serbía
19:45 Tékkland - Israel
19:45 Austurríki - Norður-Írland
19:45 Rúmenía - Noregur

UEFA NATIONS LEAGUE C
14:00 Norður Makedónía - Eistland
17:00 Albanía - Kasakstan
17:00 Hvíta-Rússland - Litháen
17:00 Georgia - Armenia
19:45 Slovenia - Kósóvó
19:45 Moldova - Grikkland
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner