
Christopher Nkunku meiddist á síðustu æfingu franska landsliðsins áður en ferðinni er heitið til Katar þar sem HM hefst þann 20. nóvember.
Nkunku og Eduardo Camavinga leikmaður Real Madrid börðust um boltann en það fór verr fyrir Nkunku sem lá eftir og virtist sárþjáður.
Eftir nokkra stund stóð hann þó upp en haltraði í burtu.
Samkvæmt heimildum franska miðilsins RMC Sport mun Nkunku fara í myndatöku til að hægt sé að gera sér grein fyrir alvarleika meiðslana. Það er þó ekki búist við því að þetta sé alvarlegt.
Það er vonast til þess að hann verði klár í slaginn fyrir fyrsta leik gegn Ástralíu þann 22. nóvember. Liðið mætir einnig Danmörku og Túnis í riðlakeppninni.
🇫🇷 Nkunku contraint de quitter l'entrainement des Bleus en boitant. pic.twitter.com/yJrL7yHP65
— RMC Sport (@RMCsport) November 15, 2022