Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. febrúar 2020 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid missteig sig á heimavelli
Santi Mina fagnar jöfnunarmarkinu.
Santi Mina fagnar jöfnunarmarkinu.
Mynd: Getty Images
Forysta Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar er núna aðeins eitt stig eftir að liðið gerði jafntefli á heimavelli gegn Celta Vigo. Mjög óvænt úrslit það.

Rússinn Fedor Smolov kom Celta yfir eftir sjö mínútur og náðu gestirnir að halda þeirri stöðu þangað til flautað var til hálfleiks.

Real pressaði stíft og tókst þeim að jafna metin á 52. mínútu. Toni Kroos skoraði markið eftir sendingu Marcelo út í teiginn. Heimamenn náðu svo forystunni á 65. mínútu er fyrirliðinn Sergio Ramos skoraði úr vítaspyrnu.

Það bjuggust flestir við að Real Madrid myndi landa sigrinum eftir það, en á 86. mínútu jafnaði varamaðurinn Santi Mina. Hann hafði komið inn á stuttu áður.

Stórveldið úr höfuðborginni var mikið sterkari aðilinn í leiknum, en það er ekki alltaf spurt að því í fótbolta. Með stiginu kemur Celta sér upp úr fallsæti.

Fyrr í kvöld vann Osasuna útisigur á Athletic Bilbao. Bilbao er í tíunda sæti og Osasuna í því ellefta.

Real Madrid 2 - 2 Celta
0-1 Fedor Smolov ('7 )
1-1 Toni Kroos ('52 )
2-1 Sergio Ramos ('65 , víti)
2-2 Santi Mina ('86 )

Athletic 0 - 1 Osasuna
0-1 Sanjurjo Oier ('29 )

Önnur úrslit:
Spánn: Sevilla gerði jafntefli við botnlið Espanyol
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner