Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 16. apríl 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Búnir að taka fyrsta leikinn bakvið hlöðu og skjóta hann í hausinn"
'Ég hef engar áhyggjur, engar áhyggjur af leikmönnunum og úrslitunum, þau munu koma'
'Ég hef engar áhyggjur, engar áhyggjur af leikmönnunum og úrslitunum, þau munu koma'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Ég held að við höfum að miklu leyti komið út úr skelinni í síðasta leik, nú er bara að halda áfram, bullandri trú og njóta þess'
'Ég held að við höfum að miklu leyti komið út úr skelinni í síðasta leik, nú er bara að halda áfram, bullandri trú og njóta þess'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Andri Adolphs fór af velli gegn KR.
Andri Adolphs fór af velli gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Fótbolta.net eftir að dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins í gær. Í fyrri hluta viðtalsins ræddi hann um komandi leik gegn Augnabliki.

Í seinni hlutanum var hann spurður út í byrjunina í Bestu deildinni en Stjarnan tapaði 2-0 gegn Víkingi í fyrsta leik og svo 1-3 gegn KR í 2. umferð.

„Svolítið skrítnir leikir og mjög ólíkir. Ég vil helst taka fyrsta leikinn bakvið hlöðu og skjóta hann í hausinn og við erum svo sem búnir að því. Í síðasta leik var mikill kraftur, mikil hlaup - og kannski of mikil hlaup - þungar snertingar. Ég hef engar áhyggjur, engar áhyggjur af leikmönnunum og úrslitunum, þau munu koma. Við þurfum bara að halda áfram að gera okkar og þá verðum við bara glaðir."

Þurfa þínir menn að fara út úr skelinni?

„Mögulega. Ég held að við höfum alveg sýnt á okkur mjög mannlega hlið eins og leikmenn okkar hafa orðað það. Hvort að það eru ytri væntingar eða innri væntingar sem valda því - það skiptir engu máli. Ég held að núna séum við komnir þokkalega niður á jörðina. Ég held að við höfum að miklu leyti komið út úr skelinni í síðasta leik, nú er bara að halda áfram, bullandri trú og njóta þess."

Andri Adolphsson fór meiddur af velli gegn KR en Jökull á frekar von á því að hann verði klár fyrir leikinn á föstudaginn.

Hafa ekki verið í hóp en eru ekki á förum
Þeir Daníel Finns Matthíasson og Sigurbergur Áki Jörundsson hafa verið utan hóps hjá Stjörnunni í fyrstu tveimur leikjunum. Eru þeir að fara á láni?

„Þeir eru ekki að fara á láni, þeir eru stór hluti af þessum hóp. Það eru alls konar ástæður fyrir því að þeir voru ekki í hóp en þeir þurfa ekki að örvænta, þeir munu koma inn í þetta. Beggi er að fara í nýja stöðu, fer niður í hafsentinn og það bara tekur tíma. Hann þarf ró og þolinmæði í að þróa sig í þá stöðu. Þeir eru að stíga upp hægt og rólega og það verður bara gaman að fylgjast með þeim í sumar."

Bæði lið ætla sér mikið
Stjarnan mætir Val á föstudaginn í 3. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn fer fram á Samsungvellinum.

„Sá leikur leggst mjög vel í mig, held það verði bara skemmtilegur leikur, tvö góð lið og bæði örugglega svolítið svekkt með úrslit síðustu umferðar. Ég held það gæti orðið áhugaverður og skemmtilegur leikur, bæði lið ætla sér mikið og held þetta verði skemmtilegt fyrir áhorfendur," sagði Jökull í gær.
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner