Stutt í að lið í efri deildum horfi til Hrannars
„Mér líst fáránlega vel á þetta, mjög skemmtilegur dráttur og ég get ekki logið því að ég vonaðist eftir þessu. Það verður gaman að koma annað hvort aftur í Fífuna, Fagralund eða Kópavogsvöll - hvað sem það verður. Þetta gæti orðið skemmtilegt," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag.
Jökull er fyrrum þjálfari Augnabliks, var þar þjálfari áður en hann fór til Stjörnunnar. Augnablik, sem er í 3. deild, og Stjarnan mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku.
Jökull er fyrrum þjálfari Augnabliks, var þar þjálfari áður en hann fór til Stjörnunnar. Augnablik, sem er í 3. deild, og Stjarnan mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku.
„Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera. Mér þykir vænt um þetta, dýrmætur tími og dýrmæt tengsl sem mynduðust þarna. Stór hluti af liðinu sem er ennþá og þeir eru bara að gera mjög skemmtilega hluti og með einn af áhugaverðari þjálfurum í neðri deildunum, mjög efnilegur þjálfari og að gera mjög áhugaverða hluti. Ég held það sé stutt í að lið í efri deildum fari að horfa til hans Hrannars. Ég horfi til baka og fyllist af gleði," sagði Jökull.
Hrannar Bogi Jónsson er þjálfari Augnabliks og unnu hann og Jökull saman á sínum tíma.
Leikur Stjörnunnar og Augnabliks er settur á miðvikudagskvöldið 24. apríl og sem stendur allavega á að spila í Fífunni.
Athugasemdir