Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mán 15. apríl 2024 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Stutt í að lið í efri deildum horfi til Hrannars
Jökull á hliðarlínunni í Augnabliksgallanum.
Jökull á hliðarlínunni í Augnabliksgallanum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér líst fáránlega vel á þetta, mjög skemmtilegur dráttur og ég get ekki logið því að ég vonaðist eftir þessu. Það verður gaman að koma annað hvort aftur í Fífuna, Fagralund eða Kópavogsvöll - hvað sem það verður. Þetta gæti orðið skemmtilegt," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag.

Jökull er fyrrum þjálfari Augnabliks, var þar þjálfari áður en hann fór til Stjörnunnar. Augnablik, sem er í 3. deild, og Stjarnan mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku.

„Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera. Mér þykir vænt um þetta, dýrmætur tími og dýrmæt tengsl sem mynduðust þarna. Stór hluti af liðinu sem er ennþá og þeir eru bara að gera mjög skemmtilega hluti og með einn af áhugaverðari þjálfurum í neðri deildunum, mjög efnilegur þjálfari og að gera mjög áhugaverða hluti. Ég held það sé stutt í að lið í efri deildum fari að horfa til hans Hrannars. Ég horfi til baka og fyllist af gleði," sagði Jökull.

Hrannar Bogi Jónsson er þjálfari Augnabliks og unnu hann og Jökull saman á sínum tíma.

Leikur Stjörnunnar og Augnabliks er settur á miðvikudagskvöldið 24. apríl og sem stendur allavega á að spila í Fífunni.
Athugasemdir
banner
banner