Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
banner
   mán 15. apríl 2024 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Stutt í að lið í efri deildum horfi til Hrannars
Jökull á hliðarlínunni í Augnabliksgallanum.
Jökull á hliðarlínunni í Augnabliksgallanum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér líst fáránlega vel á þetta, mjög skemmtilegur dráttur og ég get ekki logið því að ég vonaðist eftir þessu. Það verður gaman að koma annað hvort aftur í Fífuna, Fagralund eða Kópavogsvöll - hvað sem það verður. Þetta gæti orðið skemmtilegt," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag.

Jökull er fyrrum þjálfari Augnabliks, var þar þjálfari áður en hann fór til Stjörnunnar. Augnablik, sem er í 3. deild, og Stjarnan mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku.

„Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera. Mér þykir vænt um þetta, dýrmætur tími og dýrmæt tengsl sem mynduðust þarna. Stór hluti af liðinu sem er ennþá og þeir eru bara að gera mjög skemmtilega hluti og með einn af áhugaverðari þjálfurum í neðri deildunum, mjög efnilegur þjálfari og að gera mjög áhugaverða hluti. Ég held það sé stutt í að lið í efri deildum fari að horfa til hans Hrannars. Ég horfi til baka og fyllist af gleði," sagði Jökull.

Hrannar Bogi Jónsson er þjálfari Augnabliks og unnu hann og Jökull saman á sínum tíma.

Leikur Stjörnunnar og Augnabliks er settur á miðvikudagskvöldið 24. apríl og sem stendur allavega á að spila í Fífunni.
Athugasemdir
banner