Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 15. apríl 2024 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Stutt í að lið í efri deildum horfi til Hrannars
Jökull á hliðarlínunni í Augnabliksgallanum.
Jökull á hliðarlínunni í Augnabliksgallanum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér líst fáránlega vel á þetta, mjög skemmtilegur dráttur og ég get ekki logið því að ég vonaðist eftir þessu. Það verður gaman að koma annað hvort aftur í Fífuna, Fagralund eða Kópavogsvöll - hvað sem það verður. Þetta gæti orðið skemmtilegt," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag.

Jökull er fyrrum þjálfari Augnabliks, var þar þjálfari áður en hann fór til Stjörnunnar. Augnablik, sem er í 3. deild, og Stjarnan mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku.

„Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera. Mér þykir vænt um þetta, dýrmætur tími og dýrmæt tengsl sem mynduðust þarna. Stór hluti af liðinu sem er ennþá og þeir eru bara að gera mjög skemmtilega hluti og með einn af áhugaverðari þjálfurum í neðri deildunum, mjög efnilegur þjálfari og að gera mjög áhugaverða hluti. Ég held það sé stutt í að lið í efri deildum fari að horfa til hans Hrannars. Ég horfi til baka og fyllist af gleði," sagði Jökull.

Hrannar Bogi Jónsson er þjálfari Augnabliks og unnu hann og Jökull saman á sínum tíma.

Leikur Stjörnunnar og Augnabliks er settur á miðvikudagskvöldið 24. apríl og sem stendur allavega á að spila í Fífunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner