Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 16. apríl 2024 10:23
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Stjarnan ekki í standi? - „Mér hefur fundist hann vera þungur“
„Mér hefur fundist hann vera þungur, ekki í því standi sem hann hefur verið í undanfarin ár,
„Mér hefur fundist hann vera þungur, ekki í því standi sem hann hefur verið í undanfarin ár,"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og þjálfarinn Jökull Elísabetarson fá gagnrýni í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Lárus Orri Sigurðsson sérfræðingur þáttarins talar um að líkamlegt ástand liðsins virðist ekki vera í lagi.

Nefndi hann þar markaskorarann Emil Atlason sem dæmi en hann hefur ekki fundið sig í byrjun móts, frekar en Stjörnuliðið í heild sem hefur tapað gegn Víkingi og KR.

„Ég spurði góðan Stjörnumann að því fyrir mót hvernig ástandið væri á Emil. Mér hefur fundist hann vera þungur, ekki í því standi sem hann hefur verið í undanfarin ár," segir Lárus í þættinum.

„Þessi maður sagði mér að undirbúningstímabilið hefði verið öðruvísi en hefðbundið undirbúningstímabil og það ætti bara eftir að koma í ljós hvernig staðan á liðinu væri. Það var lítið tempó í þeim í leiknum gegn Víkingi og KR-ingar hreinlega hlupu yfir þá í seinni hálfleik."

„Það er ýmislegt sem bendir til þess að þeir séu ekki í eins góðu standi og þeir ættu að vera í."

Einnig er rætt um tilraunastarfssemi Stjörnunnar á undirbúningstímabilinu og Albert Brynjar Ingason segir Jökul hafa gert mikil mistök í undirbúningi fyrir mótið.

„Ekkert lið hefur valdið mér meiri vonbrigðum heldur en Stjarnan," segir Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður þáttarins.
Athugasemdir
banner
banner