Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 16. apríl 2024 12:17
Elvar Geir Magnússon
Walker verður með gegn Real Madrid á morgun
Kyle Walker.
Kyle Walker.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Seinni leikur Manchester City og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á morgun en fyrri leikurinn á Spáni var stórkostleg skemmtun og endaði með 3-3 jafntefli.

Walker var ekki með í fyrri leiknum vegna meiðsla aftan í læri en veðrur í leikmannahópnum annað kvöld.

„Hann er búinn að taka eina eða tvær fullar æfingar og líður vel. Ég sé hvernig hann verður á æfingu á eftir, hvort hann sé klár í að byrja eða vera á bekknum. Hann verður allavega með okkur á morgun og það eru virkilega góðar fréttir," segir Pep Guardiola, stjóri Walker.

Guardiola segir mikilvægt að liðið fái öflugan stuðning gegn feikilega sterku liði Madrídinga.

„Við þurfum orku frá áhorfendum, aðstoð frá stuðningsmönnum. Það verða að vera læti. Leikurinn er 90 mínútur og það koma kaflar þar sem við þurfum að þjást."

Þá segir hann að Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid elski að koma andstæðingunum á óvart og City verði að vera búið undir það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner