Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 16. maí 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Suarez fer frá Atletico í sumar (Staðfest)
Hvar endar hinn 35 ára gamli Suarez í sumar?
Hvar endar hinn 35 ára gamli Suarez í sumar?
Mynd: EPA

Atletico Madrid er búið að staðfesta að sóknarmaðurinn Luis Suarez fái ekki nýjan samning hjá félaginu.


Suarez verður því frjáls ferða sinna í sumar en þessi 35 ára gamli sóknarmaður er búinn að skora 11 mörk í 34 deildarleikjum með Atletico á tímabilinu.

Það eru mörg félög sem hafa áhuga á Suarez og þá sérstaklega í bandarísku MLS deildinni en hann ætlar að bíða með að skipta um heimsálfu.

Suarez vill halda áfram að spila í hæsta gæðaflokki og vill ekki flytja burt frá Evrópu strax.

Suarez sagðist á dögunum vilja ganga aftur í raðir Barcelona en Aston Villa hefur einnig sýnt honum áhuga og gæti hann endursameinast Philippe Coutinho og Steven Gerrard þar.


Athugasemdir
banner