Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 16. maí 2022 23:21
Brynjar Ingi Erluson
„Slökum á Blikar ég er ennþá með jafn marga titla og þið"
Kristall Máni Ingason (t.h.) vann tvöfalt á síðasta tímabili með Víkingum
Kristall Máni Ingason (t.h.) vann tvöfalt á síðasta tímabili með Víkingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, átt viðburðarríkan dag í Bestu deildinni í dag er liðið tapaði fyrir Breiðabliki, 3-0. Hann vildi þá minna Breiðablik á eitt.

Þessi hæfileikaríki leikmaður hefur spilað vel í Bestu deildinni í byrjun leiktíðar en liðið hans hefur ekki verið eins duglegt við að safna stigum og vonast var eftir.

Eftir markalausan fyrri hálfleik náðu Blikar að skora þrjú mörk í seinni hálfleik og vinna sjötta leik sinn af sex mögulegum í Bestu deildinni í sumar.

Kristall var síðan rekinn af velli undir lokin er hann gaf Davíð Ingvarssyni olnbogaskot.

Hann mætti á Twitter og vildi minna Blika á að hann hefur unnið jafna marga titla og félagið. Blikar unnu deildina árið 2010 og bikarinn árið áður en Kristall vann einmitt tvöfalt á síðasta ári.

„Fyrsta rauða spjaldið í Bestu deildinni enn slökum á Blikar ég er ennþá með jafn marga titla og þið," sagði Kristall á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner