Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 16. júlí 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Leiknis væri til í að sjá sameiningu í Breiðholti
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, væri til í að sjá sameiningu Leiknis og ÍR í Breiðholtinu.

Sigurður Heiðar, sem er öflugur skákmaður, mætti í Chess After Dark í vikunni. Þar tefldi hann og fór um víðan völl.

Hann var spurður að því hvort hann væri til í að sjá Leikni og ÍR, félögin tvö í Breiðholti, sameinast.

„Ég væri til í það. Það væri held ég best fyrir alla," sagði Sigurður en hann telur aðstöðuna betri hjá ÍR núna þegar félagið er með höll.

Leiknir er í efstu deild í fótbolta en ÍR er í 2. deild. Sigurður spilaði með ÍR á sínum ferli en hann hefur þjálfað hjá bæði ÍR og Leikni.

Umræðan um sameiningu varð hávær 2017 en hefur aðeins kólnað undanfarin ár.


Athugasemdir
banner
banner