Jude Bellingham leikmaður enska landsliðsins var pirraður út í Gareth Southgate landsliðsþjálfa og 'missti sig' í úrslitaleiknum gegn Spáni á sunnudaginn.
Bellingham stóð ekki undir væntingum á EM, virkaði þreyttur og var sífellt með neikvæða líkamstjáningu.
Bellingham stóð ekki undir væntingum á EM, virkaði þreyttur og var sífellt með neikvæða líkamstjáningu.
ESPN fjallar um að Bellingham og Southgate hafi rifist í seinni hálfleik í úrslitaleiknum, sem Spánn vann 2-1 á dramatískan hátt.
Ollie Watkins kom inn sem varamaður þegar hálftími var eftir, í stað Harry Kane sem hafði ekki fundið sig í fremstu víglínu. Bellingham vildi fá þessa skiptingu fyrr. Mark Ogden hjá ESPN segir að miðjumaðurinn hafi látið Southgate heyra það rétt fyrir skiptinguna.
„Breyttu einhverju! Gerðu eitthvað!" mun Bellingham hafa kallað á þjálfara sinn. Þegar Watkins kom inn og einnig Cole Palmer þá spilaði enska liðið betur.
Southgate tilkynnti í morgun að hann hefur ákveðið að láta af störfum sem landsliðsþjálfari Englands.
Athugasemdir