Góðan daginn, hér kemur glóðvolgur slúðurpakki dagsins þar sem búið er að taka saman helsta slúðrið úr ensku miðlunum í dag.
Eddie Howe er ofarlega á lista yfir þá sem gætu tekið við sem landsliðsþjálfari Englands ef Gareth Southgate hættir. Steven Gerrard og Frank Lampard eru líka orðaðir við stöðuna. (Guardian)
Manchester United hefur sent fyrirspurnir um þýska varnarmanninn Jonathan Tah en Bayern Munchen gengur ekki að ná samkomulagi við hann. (Florian Plettenberg)
Galatasaray er í viðræðum við Scott McTominay miðjumann Man Utd og skoska landsliðsins. (Metro)
Arsenal hefur hafnað tilboði Fulham í Emile Smith Rowe. Síðarnefnda félagið íhugar að hækka tilboðið. (Standard)
Liverpool og Atletico Madrid hafa áhuga á Mohamed Simakan varnarmanni RB Leipzig en Frakkinn er 24 ára gamall. (Sky)
Alvaro Morata framherji Evrópumeistara Spánar er að ganga til liðs við AC Milan frá Atletico Madrid og mun gera fjögurra ára samning. (Fabrizio Romano)
Man City er komið langt í viðræðum um að kaupa Dani Olmo miðjumann Evrópumeistara Spánar frá RB Leipzig. (Football Insider)
Bayern Munchen hefur líka áhuga á Olmo sem er 26 ára gamall og skoraði þrjú mörk á Evrópumótinu. (Fabrizio Romano)
Barcelona íhugar að reyna að ná í Mikel Merino á miðjuna en hann á ár eftir af samningi sínum við Real Sociedad. (Mundo)
Arsenal ætlar líka að reyna við Merino sem hefur áður spilað á Englandi með Newcastle United. (Telegraph)
Newcastle mun keppa við Everton um ítalska kantmanninn Wilfried Gnonto sem er hjá Leeds. (Teamtalk)
Pierre-Emerick Aubameyang er að semja við Al Qadsiah í Saudi Arabíu. (Sky Sports)
Athugasemdir