Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. ágúst 2019 10:21
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmaður meiddi Adrian - Ekki með Liverpool á morgun?
Adrian meiddist eftir að stuðningsmaður fagnaði með honum eftir leikinn í Istanbul í fyrrakvöld.
Adrian meiddist eftir að stuðningsmaður fagnaði með honum eftir leikinn í Istanbul í fyrrakvöld.
Mynd: Getty Images
Verður Andy Lonergan í markinu á morgun?
Verður Andy Lonergan í markinu á morgun?
Mynd: Getty Images
Óvæntar fréttir hafa borist úr herbúðum Liverpool fyrir leik liðsins gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun en mögulegt er að liðið verði án tveggja sinna helstu markvarða í leiknum.

Alisson, markvörður Liverpool, meiddist gegn Norwich í fyrstu umferðirnar og verður frá keppni næstu vikurnar.

Adrian, sem kom frítt til Liverpool á dögunum, tók stöðu Alisson í leiknum um Ofurbikarinn gegn Chelsea í fyrrakvöld. Adrian var hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni en hann tryggði sigurinn með því að verja frá Tammy Abraham í vítaspyrnukeppninni.

Stuðningsmaður Liverpool hljóp inn á völlinn eftir leik til að fagna með Adrian og leikmönnum Liverpool eftir leik. Stuðningsmaðurinn rann og tæklaði Adrian með þeim afleiðingum að spænski markvörðurinn meiddist á ökkla og er tæpur fyrir leikinn á morgun.

„Það er enginn vafi á því hversu mikið við elskum stuðningsmenn okkar en þeir mega vinsamleagst hætta þessu. Gegn Norwich og í Istanbul hljóp fólk inn á völlinn. Þetta er ekki fyndið," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi í dag.

„Í gær var ökklinn bólginn. Ég talaði við hann í dag og hann segir að þetta sé mun betra en í gær en við þurfum að sjá til."

Ef Adrian nær ekki leiknum er útlit fyrir að hinn 35 ára gamli Andy Lonergan verji mark Liverpool á morgun. Lonergan hefur spilað í ensku neðri deildunum allan sinn feril en Liverpool samdi við hann eftir meiðsli Alisson í síðustu viku. Lonergan spilaði síðast með Rochdale í ensku C-deildinni í vor.

Caoimhin Kelleher, tvítugur Íri, er síðan fjórði markvörðurinn í röðinni hjá Liverpool.

Hér að neðan má sjá þegar stuðningsmaðurinn meiddi Adrian.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner