Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. ágúst 2022 10:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton neitar 45 milljóna punda tilboði í Gordon
Mynd: EPA
Everton hefur fengið formlegt tilboð frá Chelsea í Anthony Gordon. Samkvæmt heimildum Sky Sports News er Chelsea að bjóða á bilinu 40-45 milljónir punda í vængmanninn.

Fyrst heyrðist af tilboði frá Chelsea á sunnudag en því tilboði var neitað af Everton. Samtalið hefur haldið áfram og núna hefur Chelsea sýnt formlega áhuga á leikmanninum. Samkvæmt heimildum Sky Sports News hefur Everton áfram ekki áhuga á því að selja hinn 21 árs gamla Gordon.

Everton vill fjölga möguleikum sínum sóknarlega, ekki fækka þeim. Everton gæti þó mögulega séð möguleika í að nýta þessar 40-45 milljónir punda í að fá leikmenn inn.

Uppfært 10:44
The Telegraph hefur nú greint frá því að þessu tilboði frá Chelsea hafi verið hafnað og að Everton vilji fá að minnsta kosti 50 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner