Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   þri 16. ágúst 2022 10:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton neitar 45 milljóna punda tilboði í Gordon
Mynd: EPA
Everton hefur fengið formlegt tilboð frá Chelsea í Anthony Gordon. Samkvæmt heimildum Sky Sports News er Chelsea að bjóða á bilinu 40-45 milljónir punda í vængmanninn.

Fyrst heyrðist af tilboði frá Chelsea á sunnudag en því tilboði var neitað af Everton. Samtalið hefur haldið áfram og núna hefur Chelsea sýnt formlega áhuga á leikmanninum. Samkvæmt heimildum Sky Sports News hefur Everton áfram ekki áhuga á því að selja hinn 21 árs gamla Gordon.

Everton vill fjölga möguleikum sínum sóknarlega, ekki fækka þeim. Everton gæti þó mögulega séð möguleika í að nýta þessar 40-45 milljónir punda í að fá leikmenn inn.

Uppfært 10:44
The Telegraph hefur nú greint frá því að þessu tilboði frá Chelsea hafi verið hafnað og að Everton vilji fá að minnsta kosti 50 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner