Víkingar eru bikarmeistarar enn eina ferðina eftir sigur gegn KA í úrslitaleik á Laugardalsvelli.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
Víkingur R.
Þórður Ingason - 6
Vann sér það inn að spila þennan úrslitaleik. Hafði ekki rosalega mikið að gera í leiknum en á stóran þátt í þessum bikarmeistaratitli.
Davíð Örn Atlason - 7
Stóð sig vel í hægri bakverðinum og var sérstaklega sterkur varnarlega gegn Hallgrími Mar.
Matthías Vilhjálmsson - 8
Var í óvanalegri stöðu eins og Arnar Gunnlaugsson var búinn að gefa út fyrir leikinn. Spilaði í miðverði varnarlega en leysti það eins og hann hefði ekki gert neitt annað. Skoraði markið sem kom Víkingum á bragðið.
Oliver Ekroth - 7
Búinn að vera virkilega traustur í sumar og var það einnig í þessum leik.
Gunnar Vatnhamar - 7
Fór út í vinstri bakvörðinn og var hluti af sterkri varnarlínu Víkinga í leiknum. Tapaði baráttunni í marki KA-manna en það leit út fyrir að vera brot.
Pablo Punyed - 5
Spilaði bara fyrri hálfleikinn en hefur eiginlega alltaf verið betri en í þessum leik. Ótrúlegt að hann slapp með gult spjald.
Aron Elís Þrándarson - 8 (maður leiksins)
Hefur komið með gríðarlegan kraft inn í Víkingsliðið frá því hann kom í sumar. Hann var manna bestur í þessum úrslitaleik og skoraði markið sem gerði út um leikinn.
Erlingur Agnarsson - 7
Vann vel fyrir liðið, eins og hann gerir vanalega. Lagði svo upp þriðja markið með flottri sendingu.
Danijel Dejan Djuric - 8
Var líflegur og lagði upp markið sem gerir út um leikinn með flottri aukaspyrnu. Gerir frábærlega í þriðja markinu.
Birnir Snær Ingason - 6
Byrjaði af krafti en það dró svolítið af honum þegar líða tók á leikinn.
Nikolaj Hansen - 6
Gefur Víkingum mikinn líkamlegan kraft upp á topp og leiðir liðið áfram.
Varamenn:
Viktor Örlygur Andrason - 6
Helgi Guðjónsson - 6
Aðrir spiluðu ekki nóg til að fá einkunn
KA
Kristijan Jajalo - 6
Hefði kannski getað verið agressívari í fyrra markinu en gat lítið sem ekkert gert í hinum tveimur mörkunum. Erfitt að skrifa eitthvað á hann í þessum leik.
Hrannar Björn Steingrímsson - 5
Gerði vel á köflum varnarlega gegn Birni Snæ en náði ekki að gera mikið á hinum enda vallarins. Tapaði kapphlaupinu í þriðja marki leiksins.
Dusan Brkovic - 7
Besti maður KA í þessum leik, gerði sitt varnarlega og var lengst af öflugur.
Rodri - 5
Það er hægt að setja spurningamerki við það að taka Rodri af miðsvæðinu og niður í miðvörð. Honum líður miklu betur á miðsvæðinu.
Ívar Örn Árnason - 5
Leit afskaplega illa út öðru marki Víkinga. Tuðaði í dómaranum eftir slæman varnarleik. Skoraði þó mark sem kom KA aftur í leikinn en það dugði ekki í langan tíma. Þetta annað mark skipti miklu máli.
Daníel Hafsteinsson - 5
Náði ekki að hafa mikil áhrif á leikinn á miðsvæðinu.
Sveinn Margeir Hauksson - 5
KA-menn töpuðu baráttunni á miðsvæðinu. Sveinn Margeir hefur klárlega átt betri leiki.
Harley Willard - 5
Átti ágætis rispur í byrjun leiks en svo var lítið að frétta.
Jóan Símun Edmundsson - 6
Átti bara nokkuð fínan leik og lagði upp markið fyrir KA með flottri sendingu. Var líflegasti maður KA fram á við en það segir kannski ekki mikið.
Hallgrímur Mar Steingrímsson - 5
Því miður fyrir KA þá náði Grímsi ekki að komast í mikinn takt við leikinn.
Elfar Árni Aðalsteinsson - 6
Átti allt í lagi leik áður en hann var tekinn af velli.
Varamenn:
Ásgeir Sigurgeirsson - 6
Aðrir spiluðu ekki nóg til að fá einkunn
Athugasemdir