Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. janúar 2022 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Missti sig þegar honum var skipt útaf - „Þetta var ekki áætlunin"
Morgan Sanson
Morgan Sanson
Mynd: EPA
Aston Villa og Manchester United skildu jöfn 2-2 í mögnuðum fótboltaleik um helgina.

Bruno Fernandes skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en fljótlega eftir seinna markið gerði Steven Gerrard stjóri Aston Villa, skiptingu.

Hann setti nýjasta leikmann liðsins Philippe Coutinho inná fyrir Morgan Sanson. Coutinho lagði upp fyrra mark Villa og skoraði það síðara.

Sanson var ekki sáttur með að vera tekinn af velli en hann sparkaði hressilega í vatnsbrúsa sem skaust upp í stúku. Hann sá eftir þessu og afsakaði sig á Twitter eftir leikinn.

„Óska félaginu til hamingju. Afsaka að hafa kostað liðið annað markið en vil aðallega afsaka að brúsi sem ég sparkaði í lenti í stúkunni, það var ekki áætlunin," skrifaði Sanson.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner