þri 17. janúar 2023 11:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig er Chelsea að komast fram hjá fjármálareglum?
Mykhaylo Mudryk.
Mykhaylo Mudryk.
Mynd: Chelsea
Chelsea fagnar marki.
Chelsea fagnar marki.
Mynd: EPA
Chelsea gekk á dögunum frá kaupum á Úkraínumanninum Mykhaylo Mudryk frá Shakhtar Donetsk.

Chelsea kemur til með að borga í heildina 100 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Fjölmargir spyrja sig örugglega að því hvernig Chelsea er að komast fram hjá Financial Fair Play fjármálareglunum með öllum þau kaupum sem félagið hefur verið að gera.

Frá því Todd Boehly tók við sem eigandi Chelsea síðasta sumar þá hefur Chelsea keypt leikmenn fyrir um 450 milljónir evra, og þeir eru ekki hættir. Búist er við því að fleiri leikmenn komi til félagsins í þessum mánuði.

Todd Boehly, eigandi Chelsea, ásamt varnarmanninum Wesley Fofana sem var keyptur síðasta sumar.

Félög þurfa að standast ákveðnar fjármálareglur svo þau séu ekki að tapa alltof miklum fjárhæðum. Hvernig er Chelsea að standast þessar reglur með svona miklum leikmannakaupum?

Fjármálasérfræðingurinn Kieran Maguire útskýrir það þannig - í samtali við football.london - að Chelsea hafi í fyrsta lagi selt leikmenn fyrir 658 milljónir punda síðasta áratuginn. Chelsea er líka að semja við leikmenn á löngum samningum og dreifa greiðslum af kaupverði fyrir bókhaldið á hvert ár. Þeir kaupa þannig Mudryk á 100 milljónir evra og gera við hann sjö og hálfs árs samning. Félagið skráir því kaupverðið í sjö eða átta hluta inn í bókhaldið.

Chelsea keypti einnig franska varnarmanninn Benoit Badiashile í þessum mánuði og gerði hann langan samning - líkt og Mudryk.

Maguire segir að það sé ákveðin áhætta fólgin í þessu. Ef liðið missir af því að komast í Meistaradeildina þá mun það hafa slæm fjárhagsleg áhrif, en Chelsea er núna í tíunda sæti. Það geta líka skapast mikil vandræði ef leikmennirnir standast ekki væntingar þá verður líklega mjög erfitt að selja leikmennina. Þá verður leikmaður fastur hjá félaginu með 200 eða 300 þúsund pund í vikulaun næstu sjö árin.

„Þetta er áhætta en staða þeirra er fín núna. Ef þeir komast hins vegar ekki í Evrópukeppni þá verður staðan erfiðari.
Enski boltinn - London er rauð og það er Manchester líka
Athugasemdir
banner
banner
banner