Það var leikið í ensku úrvalsdeildinni í miðri viku og Nottingham Forest gerði 1-1 jafntefli við Liverpool í óvænta stórleiknum. Manchester United vann Southampton eftir að hafa lent í basli og Arsenal lagði Tottenham í grannaslag, svo eitthvað sé nefnt.
Markvörður: Matz Sels (Nottingham Forest) - Belginn átti ótrúlegar vörslur gegn Liverpool. Hefur verið einn besti markvörður tímabilsins.
Varnarmaður: Antonee Robinson (Fulham) - Mögulega besti vinstri bakvörður tímabilsins. Lagði upp tvö mörk gegn West Ham í 3-2 tapi. Leikmaður sem mun fara í stærra félag.
Miðjumaður: Sandro Tonali (Newcastle) - Newcastle vann 3-0 sigur gegn Wolves. Miðja liðsins með Tonali, Bruno Guimaraes og Joelinton er líklega besta miðja deildarinnar um þessar mundir.
Miðjumaður: Alex Iwobi (Fulham) - Skoraði tvö mörk í vikunni. Líklega besti leikmaður Fulham á tímabilinu. Vanmetinn leikmaður.
Sóknarmaður: Phil Foden (Manchester City) - Virkilega góður leikmaður sem hefur átt erfitt tímabil. Skoraði tvö í jafntefli gegn Brentford. Getur tekið lyklavöld í liðinu og City verður að fá meira út úr honum.
Sóknarmaður: Amad Diallo (Manchester United) - Kom Man Utd til bjargar gegn botnliði Southampton. Skoraði þrennu í lokin og United vann 3-1. Ljós punktur á þungu tímabili United.
Sóknarmaður: Alexander Isak (Newcastle) - Enn og aftur í liðinu enda hefur hann verið í einu orði sagt stórkostlegur. Tvö mörk og stoðsending gegn Úlfunum. Einn besti, ef ekki besti, sóknarmaðir jarðkringlunnar um þessar mundir.
Athugasemdir