Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fös 17. apríl 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Börsungar gætu sent leikmenn til Inter fyrir Martinez
Griezmann er á sínu fyrsta tímabili hjá Barcelona en gæti verið á förum eftir það.
Griezmann er á sínu fyrsta tímabili hjá Barcelona en gæti verið á förum eftir það.
Mynd: Getty Images
Barcelona er á höttunum eftir Lautaro Martinez, sóknarmanni Inter. Það er ekki einfalt verk fyrir Börsunga að fá Martinez og segir Fabrizio Romano, sem veit meira en flestir um leikmannamarkaðinn, að Barcelona gæti sent einhverja leikmenn til Inter í skiptum fyrir argentíska sóknarmanninn.

Romano nefnir nokkur nöfn í grein sinni fyrir Calciomercato.

Fyrsta nafnið sem hann nefnir er franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann sem er á sínu fyrsta tímabili hjá Barcelona. Griezmann, sem er 29 ára, hefur skorað 14 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum fyrir Barcelona. Hann var keyptur frá Atletico Madrid fyrir 120 milljónir evra síðasta sumar, en sagan segir að Börsungar séu tilbúnir að leyfa honum að fara.

Romano kemur þó inn á það að Griezmann sé mjög háum launum og það gæti reynst vandamál fyrir Inter.

Aðrir leikmenn sem koma til greina að hálfu Barcelona eru Nelson Semedo, Carles Alena, Arthur og Junior Firpo.

Martinez er 22 ára gamall og hefur hann á þessari leiktíð skorað 16 mörk í 31 keppnisleik fyrir Inter. Barcelona hugsar hann sem arftaka Luis Suarez, sem er orðinn 33 ára.
Athugasemdir
banner
banner