Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. júní 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna í dag - Þriðja umferð fer af stað
Mynd: Getty Images
Það eru fjórir leikir á dagskrá á heimsmeistaramóti kvenna í dag og í kvöld.

B-riðillinn fer fyrstur af stað með áhugaverðri viðureign á milli Kína og Spánar. Bæði lið eru með þrjú stig eftir tapleiki gegn sterku liði Þýskalands.

Þýskaland mætir Suður-Afríku í dag og getur leyft sér að hvíla lykilmenn þar sem liðið er búið að tryggja sig áfram.

Þegar leikjum B-riðils lýkur á eftir að spila tvo leiki, aftur samtímis, í A-riðli. Nígería mætir þar heimamönnum í Frakklandi á meðan Noregur á leik við Suður-Kóreu.

Sigur gegn stigalausu liði Kóreu ætti að duga Norðmönnum til að komast áfram. Góðar líkur eru að Norðmenn komist upp úr riðlinum með þrjú stig, þó þeir tapi fyrir Kóreu. Markatalan skiptir öllu máli þegar lið eru jöfn að stigum.

Leikir dagsins:
16:00 Kína - Spánn (RÚV)
16:00 Suður-Afríka - Þýskaland (RÚV 2)
19:00 Nígería - Frakkland (RÚV 2)
19:00 Suður-Kórea - Noregur (RÚV.is)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner