Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 17. júní 2024 15:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þungavigtin 
Gummi Tóta yfirgefur Krít (Staðfest) - „Auðvitað er þetta rosalega pirrandi"
Hefur verið í landsliðshópnum í síðustu verkefnum.
Hefur verið í landsliðshópnum í síðustu verkefnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mætti Ronaldo í nóvember.
Mætti Ronaldo í nóvember.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hvað gerir Gummi Tóta næst?
Hvað gerir Gummi Tóta næst?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hef aldrei lyft bikarnum á Íslandi, komst tvisvar sinnum nálægt því með ÍBV.'
'Ég hef aldrei lyft bikarnum á Íslandi, komst tvisvar sinnum nálægt því með ÍBV.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var tímabilin 2020 og 2021 í New York.
Var tímabilin 2020 og 2021 í New York.
Mynd: Getty Images
Guðmundur Þórarinsson, Gummi Tóta, hefur yfirgefið herbúðir gríska félagsins OFI Crete eftir tvö tímabil með liðinu. Samningur hans er að renna út og hann hafnaði nýjum samningi frá félaginu. Þetta staðfesti hann í Þungavigtinni í dag.

Landsliðsbakvörðurinn gekk í raðir félagsins sumarið 2022 eftir stutt stopp hjá Álaborg í Danmörku. Hann lék 57 deildarleiki með OFI, skoraði tvö mörk og lagði upp sjö mörk. Hann lék einnig fjóra bikarleiki og skoraði eitt mark.

Greitt seint og illa
„Það er búið þar, fékk tilboð frá þeim sem mér leist ekki nógu vel á. Lífið var 10/10, en fótboltinn... þetta er smá vitleysa oft á tíðum hjá þessum klúbbum. Það var (stundum erfitt að fá útborgað) og er ennþá. Við tókum þá ákvörðun að hoppa ekki á það tilboð og bíða og sjá aðeins hvað gerist."

„Það er akkúrat þannig (að þegar launin eiga koma þá bara koma þau ekki). Maður veit ekki alveg hvernig pólitíkin er, (hvort þetta eigi við alla leikmenn). Grikkirnir eru alltaf mjög þöglir, maður veit ekki (hvort þeir séu að fá sitt). Við útlendingarnir ræðum mjög opinskátt um þetta og staðan var eins hjá öllum þar. Þetta er óreiða. Maður þarf líklega núna að leita einhverra leiða sem eru kannski aðeins leiðinlegar. Vonandi kemur þetta á endanum."


Gummi hefur hafnað tveimur tilboðum frá grískum félögum en er áfram með eitt á borðinu. Hann var spurður hvernig það væri að vera úti á Grikklandi, með fjölskyldu, og vera ekki að fá millifært inn á reikninginn þegar launin eiga að koma.

„Sem betur fer hefur maður verið skynsamur í gegnum ferilinn, þannig við lifðum góðu lífi og ekkert vesen þannig lagað. En auðvitað er þetta rosalega pirrandi og í sjálfu sér erfitt að halda fókus oft á tíðum, mætandi inn í klefa vitandi hvernig staðan er. Auðvitað smitast þetta út í hópinn, það eru fleiri leikmenn... ég held að ég hafi tæklað þetta best af öllum seinna árið. Þá reyndi ég bara að gera mitt besta, mæta á æfingar og svo taka á þessu þegar að því kemur. Auðvitað er þetta rosalega skrítin staða að vera í og pirrandi oft á tíðum að það sé komið svona fram við menn."

„Þetta eru margir hverjir menn sem eru að taka með sér fjölskyldur og leggja mikið á sig bæði líkamlega og andlega. Þetta var mikil lífsreynsla en auðvitað nutum við sem fjölskylda lífsins. Maður þurfti að skilja þetta eftir þegar maður kom heim af æfingasvæðinu. Þetta var ótrúleg staða að vera í og dróst mjög á langinn hjá þeim (að borga)."

„Ég vissi ekki að þetta yrði svona mikið vesen. Það virðist vera (að það séu bara risaliðin sem borga á réttum tíma)."
Reglurnar eru þannig að ef þú tekur þátt í Evrópukeppni þarftu að vera með allt þitt á hreinu.

„Það virðist vera almennt þannig, sama hvort þú ert að borga leiguna eða hvað það er, fólk er seint með allt saman. Maður heyrði eins með styrktaraðila að þeir væru oft seinir með greiðslur. Þetta var orðið 'brútal' oft á tíðum og ekki alltaf gaman," sagði Gummi.

Allt opið
Hann var spurður hvort hann væri á leiðinni heim eða hvort hann yrði áfram í atvinnumennsku.

„Það er gjörsamlega allt opið. Ég er með annað tilboð frá öðru félagi í Grikklandi. Ég er með fjölskyldu þannig að það eru fleiri púsl sem þurfa að passa inn í myndina. Nei, það hefur ekki verið neitt þannig," sagði Gummi um hvort íslensk félög hefðu sett sig í samband. „Ég er aðeins að anda, njóta þess að fara í golf og sjá sólina aldrei setjast."

Aftur til Bandaríkjanna?
Kristján Óli Sigurðsson spurði Gumma hvort hann væri opinn fyrir því að fara aftur til Ameríku en hann varð MLS meistari með New York City árið 2021.

„Það er algjörlega eitthvað sem ég er opinn fyrir. Ég átti yndislegan tíma þar að öllu leyti, ég var í gjörsamlega frábæru liði og lífið í New York var ekkert til að kvarta yfir. Ég væri til í að skoða það, maður er ekkert að yngjast og maður þarf að vera með opinn hug og sjá hvað er best fyrir mig."

Heimkoma í sumar?
Rikki G spurði Gumma hvort það gæti komið upp sú staða að hann myndi enda á Íslandi í sumar.

„Algjörlega. Ég hef aldrei lyft bikarnum á Íslandi, komst tvisvar sinnum nálægt því með ÍBV. Ég ætla ekki að sitja hérna og útiloka neitt. Mig langar að njóta þess að spila fótbolta í nokkur ár í viðbót. Á góðum degi er ekkert skemmtilegra en að spila fótbolta," sagði Gummi.

Hann er 32 ára Selfyssingur sem hefur verið í atvinnumennsku frá tímabilinu 2013, fór frá ÍBV eftir tímabilið 2012. Erlendis hefur hann leikið með Sarpsborg, Nordsjælland, Rosenborg, Norrköping, New York City, Álaborg og síðast OFI. Hann á að baki 15 A-landsleiki, lék síðast gegn Úkraínu í mars.
Athugasemdir
banner