Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   fös 17. júlí 2015 11:05
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Baldvinsson í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá danska úrvalsdeildarfélaginu, Nordsjælland.

Guðjón skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna, sem gildir út tímabilið 2018.

Guðjón gekk til liðs við Nordsjælland um áramótin frá Halmstad. Hann lék 13 leiki með Nordsjælland á síðasta tímabili og skoraði eitt mark.

Á ferli sínum hefur Guðjón spilað með Halmstad og GAIS í Svíþjóð, auk þess sem hann spilaði með KR sumrin 2008, 2010 og 2011.

Guðjón lék sinn fyrsta meistaraflokks leik með Stjörnunni sumarið 2003, þegar Stjarnan var í 1. deildinni en margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá hjá Stjörnunni sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í sögu félagsins í fyrra.

Gengi liðsins í sumar hefur hinsvegar verið langt undir væntingum og er liðið sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 15 stig að loknum 11 umferðum og ekki enn unnið heimaleik á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner