Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. ágúst 2019 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard um Kante: Sagði að fótleggirnir væru dauðir
Mynd: Getty Images
Frank Lampard var afar ánægður með frammistöðu N'Golo Kante í úrslitaleik Ofurbikars Evrópu í vikunni.

Hann talaði um magnað vinnuframlag Kante í leiknum sem virtist geta hlaupið endalaust þrátt fyrir að vera nýkominn úr meiðslum.

„Hann hefur ekki verið að æfa mjög mikið því ég þarf að vernda hann. Hann er búinn að spila stanslaust í fjögur ár og þurfti að glíma við nokkuð alvarleg meiðsli," sagði Lampard eftir úrslitaleikinn gegn Liverpool.

„Í hálfleik í framlengingunni sagði hann við mig að hann væri alveg búinn, fótleggirnir hans væru dauðir. Skömmu seinna sé ég hann taka annan 50 metra sprett.

„Við vitum hversu mikilvægur hann er fyrir þetta félag og ég er ótrúlega ánægður að hafa hann í hópnum."


Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og 2-2 eftir framlengingu. Liverpool vann í vítaspyrnukeppni en leikmenn Chelsea geta gengið stoltir frá þessu verkefni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner