Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. september 2019 08:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Háum hatti fylgir ekki alltaf hátt enni
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikilvægi þess að vera með rannsóknir til að styðja við bakið á æfinga og hugmyndafræði í þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu er að flestra mati gríðarlegt.

Innan knattspyrnunnar almennt, í hinum stóra heimi þá held ég að það sé sameiginlegt álit flestra ef ekki allra sem koma að stjórnun þar.

Það er viðurkennt að hinn hinn gullni aldur til að læra tækni í knattspyrnu er 6-12 ára.

Það er einnig viðurkennt að taugakerfið í börnum er í mestri mótun í kringum 12-13 ára aldurinn.

Af þeim sökum hlýtur það að segja töluvert um framtíð hæfileikamótunnar leikmanna hvernig æfingum er háttað á þeim aldri.

Ef æfingar eru þannig úr garði gerðar að mikið er um hlaup og æfingar sem ekki styrkja grunnfærni leikmanna (sem leikmenn geta síðar byggt ofan á).

Þá er verið að fara á mis við gríðarlega mikilvægan þátt og tíma í þroskaferli ungra leikmanna.

Hvernig tekst til með þjálfun á þessum aldri og hvernig hún fer fram getur sagt mikið til um framtíð leikmanna síðar meir.

Þjálfarar sem leggja of mikið kapp á annað en knattspyrnulega færni leikmanna sinna á hinum gullna aldri og upp að 13 ára aldri eru þannig að gera leikmönnum sínum óleik.

En leikmenn búa sig til sjálfir. Það er gott að gleyma því ekki. Þess vegna er mikilvægt á þessum gullna aldri og reyndar alltaf, að æfa sig sjálfur og æfa sig rétt.

Knattstjórnun eða ball mastery æfingar frá Coerver Coaching eru gríðarlega góðar æfingar til að stykja grunnfærni einstaklingins. Hér eru dæmi um slíkar æfingar og fleiri æfingar til að æfa sig sjálfur.

Það er ekki æfingin sem skapar meistarann heldur rétt æfing sem skapar meistarann.

Hvað er þá rétt þjálfun fyrir unga leikmenn?

Á þessu ári hefur Coerver Coaching starfað í 35 ár.

Æfinga og kennsluáætlun Coerver Coaching var gefin út árið 1997 eða 13 árum eftir stofnun fyrirtækisins. Reyndar var vísir að henni strax komin árið 1986.

En að búa til æfingaáætlun sem er ekki bara fín á blaði eða á skjám í fyrirlestrasal heldur miklu fremur áætlun sem heldur vatni í hinum harða heimi knattspyrnunnar. Er hægara sagt en gert.

En æfinga og kennsluáætlun Coerver Coaching hefur sannarlega sannað gildi sitt og hefur fengið meðmæli frá mörgum af helstu þjálfurum og leikmönnum heims á hverjum tíma. Nægir þar að nefna Sir Stanley Matthews, Gerard Houllier, Vincent Del Bosque, Jurgen Kinsmann, Kristine Lilly, Zinedine Zidane, og Xavi Hernandes.

Á 30 ára afmælinu fékk Coerver Coaching svo sérstaka viðurkenningu frá Alþjóðlega knattspyrnusambandinu, FIFA.

Coerver Coaching hefur unnið gríðarlega gott starf víðsvegar um heiminn en þar sem æfingaáætlunin hefur fengið að njóta sín hvað best hafa ávextirnir verið sætastir.

Nægir þar að nefna Japan hvar í dag eru tæplega 180 Coerver Coaching knattspyrnuskólar starfræktir og hafa fjölgað um rúmlega 140 á síðustu 12 árum. En Coerver Coaching hefur starfað í Japan síðan í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar.

Hér er viðtal frá því á síðasta ári hvar heimsmeistarinn Jurgen Klinsmann talar um áhrif Coerver Coaching á japanskan fótbolta.

Hér á Íslandi hefur Coerver Coaching starfað frá ársbyrjun 2013. Á þeim tíma höfum við þjálfað þúsundir barna og hafa einnig um yfir 300 hundruð þjálfarar komið á sérsök þjálfaranámskeið í æfinga og hugmyndafræði okkar.

Á meðan námskeiðum okkar hefur staðið hafa allir leikmenn fengið sömu skilaboð í sitt farteski.

En þau eru gildi þess að æfa sig sjálfur og gera það rétt. Hafa þeim verið sýndar æfingar í því sambandi og hafa einnig margir nýtt sér hlekkinn hér að ofan við að fá hugmyndir. Einnig höfum við hvatt leikmenn til þess hreinlega að fara á youtube og setja inn orðið „knattstjórnun” eða „ball mastery” í leitina á síðunni til að fá hugmyndir að frekari æfingum.

En háum hatti fylgir ekki alltaf hátt enni sagði Ásgeir Ásgeirsson forseti eitt sinn. Eiga þau skilaboð við svo margt og þar með einnig í fótboltanum.

Aðferðirnar, ásetningurinn og skoðanirnar eru misjafnar. Bara eins og mennirnir eru margir og ólíkir í huga og gjörðum.

Það er okkar gæfa í Coerver Coaching að hafa unnið með mörgum af frægustu félögum og knattspyrnusamböndum í heimi undanfarin 35 ár og er það fyrst og fremst því að þakka að æfinga og hugmyndaáætlun okkar hefur alltaf hlotið mikinn hljómgrunn og faglegs stuðnings þeirra sem ráða í hinum stóra heimi knattspyrnunnar.
Athugasemdir
banner
banner