Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. september 2019 18:54
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Bjargaði stigi fyrir Inter í uppbótartíma
Barella og Politano fagna jöfnunarmarkinu mikilvæga.
Barella og Politano fagna jöfnunarmarkinu mikilvæga.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Inter hefur farið illa af stað í mesta dauðariðli Meistaradeildarinnar í ár.

Inter fékk Slavia í heimsókn frá Prag og var staðan markalaus eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var ekki ósvipaður þeim fyrri nema að gestunum tókst að pota knettinum inn. Peter Olayinka fylgdi þá skoti samherja sins eftir og skoraði örugglega af stuttu færi.

Gestirnir frá Prag virtust vera að sigla sigrinum í höfn en nýju og ungu Ítalarnir á miðju Inter voru ekki hættir. Stefano Sensi og Nicolo Barella komu báðir í sumar og hafa verið flottir á upphafi tímabils, þó aðallega sá fyrrnefndi.

Sensi tók aukaspyrnu á 93. mínútu sem hafnaði í slánni og skaust boltinn hátt upp í loft. Hann datt fyrir Barella sem tók hann í fyrsta og bjargaði mikilvægu stigi fyrir Inter, sem er einnig með Borussia Dortmund og Barcelona í riðli.

Inter 1 - 1 Slavia Prag
0-1 Peter Olayinka ('63)
1-1 Nicolo Barella ('93)

Í Frakklandi komst Zenit frá Sankti Pétursborg yfir gegn Lyon fyrir leikhlé,. Sardar Azmoun skoraði eftir gott þríhyrningsspil við Artem Dzyuba.

Lyon jafnaði í upphafi síðari hálfleiks en varnarleikur Rússanna var öflugur og urðu lokatölur 1-1.

Memphis Depay gerði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur með frábærri gabbhreyfingu.

Lyon 1 - 1 Zenit
0-1 Sardar Azmoun ('41)
1-1 Memphis Depay ('50, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner