Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. september 2019 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Chelsea og Liverpool töpuðu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool heimsótti Napoli í annað sinn á tólf mánuðum og tapaði aftur á San Paolo leikvanginum.

Leikurinn var fjörugur og fengu bæði lið góð færi. Adrian varði nokkrum sinnum gríðarlega vel í marki Liverpool en það dugði ekki til því Dries Mertens skoraði úr vítaspyrnu á 82. mínútu. Vítaspyrnudómurinn var afar umdeildur.

Tíu mínútum síðar, þegar komið var í uppbótartíma, innsiglaði hinn 34 ára gamli Fernando Llorente sigur Napoli eftir vandræðagang í varnarleik Liverpool. Virgil van Dijk gerðist sekur um sjaldséð mistök og sendi slæman bolta til baka, sem Llorente komst inn í.

Sigur Napoli staðreynd og þrjú dýrmæt stig komin í hús. Á sama tíma náði Salzburg í þrjú stig gegn belgíska félaginu Genk.

Norski táningurinn Erling Braut Håland komst í sögubækurnar í leiknum því hann skoraði þrennu í fyrri hálfleik og er aðeins fjórði táningurinn til að skora þrennu í Meistaradeildarleik.

E-riðill:
Napoli 2 - 0 Liverpool
1-0 Dries Mertens ('82, víti)
2-0 Fernando Llorente ('92)

Salzburg 6 - 2 Genk
1-0 Erling Håland ('2)
2-0 Erling Håland ('34)
3-0 Hee-chan Hwang ('36)
3-1 J. Lucumi ('40)
4-1 Erling Håland ('45)
5-1 D. Szoboszlai ('45)
5-2 M. Samata ('52)
6-2 A. Ulmer ('66)



Í F-riðli gerðu Borussia Dortmund og Barcelona markalaust jafntefli þrátt fyrir mikla yfirburði heimamanna í Dortmund.

Marc-Andre ter Stegen átti stórleik á milli stanga Börsunga og varði vítaspyrnu frá Marco Reus á 57. mínútu.

Yfirburðir Dortmund voru algjörir og hreint með ólíkindum að boltinn hafi ekki endað í netinu.

Inter gerði þá óvænt jafntefli á heimavelli við Slavia Prag fyrr í dag. Nicolo Barella bjargaði stigi fyrir heimamenn í uppbótartíma.

F-riðill:
Dortmund 0 - 0 Barcelona

Inter 1 - 1 Slavia Prag

0-1 Peter Olayinka ('63)
1-1 Nicolo Barella ('93)



Adel Taarabat lék allan leikinn á miðju Benfica er liðið tapaði fyrir RB Leipzig. Timo Werner gerði bæði mörk gestanna.

Lyon og Zenit skildu þá jöfn fyrr í dag. Sardar Azmoun skoraði undir lok fyrri hálfleiks og jafnaði Memphis Depay í byrjun seinni hálfleiks. Memphis skoraði úr vítaspyrnu sem hann gerði vel að fiska sjálfur.

G-riðill:
Benfica 1 - 2 RB Leipzig
0-1 Timo Werner ('69)
0-2 Timo Werner ('79)
1-2 Haris Seferovic ('84)

Lyon 1 - 1 Zenit
0-1 Sardar Azmoun ('41)
1-1 Memphis Depay ('50, víti)



Chelsea tapaði þá á heimavelli fyrir Valencia þrátt fyrir að hafa verið betri aðilinn í leiknum.

Mason Mount fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og skoraði Rodrigo Moreno eina mark leiksins eftir aukaspyrnu á 74. mínútu.

Ross Barkley kom inn af bekknum og klúðraði vítaspyrnu á 88. mínútu og niðurstaðan því svekkjandi 0-1 tap. Barkley skaut í slánna og yfir.

Ajax byrjaði þá nýtt tímabil vel þrátt fyrir mikla blóðtöku í sumar og lagði Lille með þremur mörkum gegn engu.

H-riðill:
Chelsea 0 - 1 Valencia
0-1 Rodrigo Moreno ('74)

Ajax 3 - 0 Lille
1-0 Quincy Promes ('18)
2-0 Edson Alvarez ('50)
3-0 Nicolas Tagliafico ('62)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner