Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. september 2020 22:40
Aksentije Milisic
Segir hegðun Jóa Kalla og liðsstjórnar ÍA til skammar
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA og Valur mætust í Pepsi Max deildinni í dag og fóru gestirnir með 4-2 sigur af hólmi.

Valur komst í 3-0 forystu í fyrri hálfleik en Skagamenn bitu frá sér í þeim síðari. Þeir minnkuðu muninn í 3-2 áður en Valsmenn kláruðu leikinn í uppbótartíma.

Skagamenn voru langt því frá að vera sáttir með dómgæsluna í leiknum. Þeir vildu fá rangstöðu í þriðja marki Vals og þá voru þeir mjög ósáttir með að dómari leiksins hafi ekki dæmt víti seint í leiknum þegar boltinn virtist fara í hönd Rasmus Christiansen.

Breki Logason, sem hefur starfað sem blaða- og fréttamaður á helstu fjölmiðlum landsins, lét Skagamenn heyra það á Twitter eftir leik dagsins.

„Fór með dóttur mína uppá Skaga að horfa á Valsmenn spila við ÍA. Tókum sérstaklega eftir því hvað krakkarnir ÍA-megin voru dónalegir. Gera lítið úr andstæðingum og setja puttannn á loft. Eftir að hafa setið fyrir aftan ÍA bekkinn skil ég þetta betur."

„Hvernig þjálfari ÍA og aðrir á bekknum haga sér er til háborinnar skammar. Eitt er að sýna passion og hvetja lið sitt áfram - þetta er bara dónaskapur og þeim öllum til minnkunar. Það eru börn að fylgjast með og þetta eru fyrirmyndir. Standard takk," skrifaði Breki.

Sjá einnig:
Leikmaður ÍA hraunar yfir dómara leiksins: Guðmundur Ársæll Aumingi Rassgatsson
Jóhannes Karl: Finnst það sorglegt og eiginlega bara óskiljanlegt af hverju hann neitaði að dæma vítaspyrnu




Athugasemdir
banner
banner
banner