Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 17. september 2020 20:11
Aksentije Milisic
Jóhannes Karl: Finnst það sorglegt og eiginlega bara óskiljanlegt af hverju hann neitaði að dæma vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Heyrðu ég er bara nokkuð svekktur. Ég hefði vilja fá eitthvað út úr þessum leik þó það hljómi skringilega eftir að hafa lent 3-0 undir gegn öflugu liði Vals þá er ég samt ósáttur með að hafa ekki náð stiginu og ná að jafna leikinn. Mér fannst við eiga það skilið eins og seinni hálfleikurinn þróaðist og við áttum að fá víti," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA eftir leikinn gegn Val í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  4 Valur

Valur komst í 3-0 í fyrri hálfleik en Skagamenn bitu frá sér í þeim síðari og skoruðu tvö mörk áður en Valur kláraði leikinn í uppbótartíma.

Jóhannes Karl var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum.

„Í aðdraganda þriðja marksins er rangstaða. Það mark á ekki að standa og mér finnst rosalega sorglegt að það mark fékk að standa, að línuvörðurinn hafi ekki flaggað rangstöðu. Ég var ekki í línu við þetta en ég gat samt séð að það hafi verið rangstæða, línuvörður væntanlega séð línuna betur heldur. Svo sorglega við þetta er að að aðstoðardómarinn kallar á dómara leiksins þegar að Valsarinn ver boltann þarna með hendinni inn í teig í restina og kallar á hann ítrekað að dæma víti en Guðmundur Ársæll neitaði því og það finnst mér virkilega sorglegt og eiginlega bara óskiljanlegt af hverju hann neitaði að dæma vítaspyrnu."

„Það er ekkert auðvelt að koma út, alveg sama hvernig hlutirnir féllu með okkur í fyrri hálfleik. Það er ekki auðvelt að koma út í seinni hálfleikinn og hafa trú og vilja og keyra á Valsarana eins og við gerðum í seinni hálfleiknum og ég er stoltur af því."
Athugasemdir
banner