Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fim 17. september 2020 20:11
Aksentije Milisic
Jóhannes Karl: Finnst það sorglegt og eiginlega bara óskiljanlegt af hverju hann neitaði að dæma vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Heyrðu ég er bara nokkuð svekktur. Ég hefði vilja fá eitthvað út úr þessum leik þó það hljómi skringilega eftir að hafa lent 3-0 undir gegn öflugu liði Vals þá er ég samt ósáttur með að hafa ekki náð stiginu og ná að jafna leikinn. Mér fannst við eiga það skilið eins og seinni hálfleikurinn þróaðist og við áttum að fá víti," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA eftir leikinn gegn Val í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  4 Valur

Valur komst í 3-0 í fyrri hálfleik en Skagamenn bitu frá sér í þeim síðari og skoruðu tvö mörk áður en Valur kláraði leikinn í uppbótartíma.

Jóhannes Karl var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum.

„Í aðdraganda þriðja marksins er rangstaða. Það mark á ekki að standa og mér finnst rosalega sorglegt að það mark fékk að standa, að línuvörðurinn hafi ekki flaggað rangstöðu. Ég var ekki í línu við þetta en ég gat samt séð að það hafi verið rangstæða, línuvörður væntanlega séð línuna betur heldur. Svo sorglega við þetta er að að aðstoðardómarinn kallar á dómara leiksins þegar að Valsarinn ver boltann þarna með hendinni inn í teig í restina og kallar á hann ítrekað að dæma víti en Guðmundur Ársæll neitaði því og það finnst mér virkilega sorglegt og eiginlega bara óskiljanlegt af hverju hann neitaði að dæma vítaspyrnu."

„Það er ekkert auðvelt að koma út, alveg sama hvernig hlutirnir féllu með okkur í fyrri hálfleik. Það er ekki auðvelt að koma út í seinni hálfleikinn og hafa trú og vilja og keyra á Valsarana eins og við gerðum í seinni hálfleiknum og ég er stoltur af því."
Athugasemdir
banner