Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fim 17. september 2020 20:11
Aksentije Milisic
Jóhannes Karl: Finnst það sorglegt og eiginlega bara óskiljanlegt af hverju hann neitaði að dæma vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Heyrðu ég er bara nokkuð svekktur. Ég hefði vilja fá eitthvað út úr þessum leik þó það hljómi skringilega eftir að hafa lent 3-0 undir gegn öflugu liði Vals þá er ég samt ósáttur með að hafa ekki náð stiginu og ná að jafna leikinn. Mér fannst við eiga það skilið eins og seinni hálfleikurinn þróaðist og við áttum að fá víti," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA eftir leikinn gegn Val í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  4 Valur

Valur komst í 3-0 í fyrri hálfleik en Skagamenn bitu frá sér í þeim síðari og skoruðu tvö mörk áður en Valur kláraði leikinn í uppbótartíma.

Jóhannes Karl var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum.

„Í aðdraganda þriðja marksins er rangstaða. Það mark á ekki að standa og mér finnst rosalega sorglegt að það mark fékk að standa, að línuvörðurinn hafi ekki flaggað rangstöðu. Ég var ekki í línu við þetta en ég gat samt séð að það hafi verið rangstæða, línuvörður væntanlega séð línuna betur heldur. Svo sorglega við þetta er að að aðstoðardómarinn kallar á dómara leiksins þegar að Valsarinn ver boltann þarna með hendinni inn í teig í restina og kallar á hann ítrekað að dæma víti en Guðmundur Ársæll neitaði því og það finnst mér virkilega sorglegt og eiginlega bara óskiljanlegt af hverju hann neitaði að dæma vítaspyrnu."

„Það er ekkert auðvelt að koma út, alveg sama hvernig hlutirnir féllu með okkur í fyrri hálfleik. Það er ekki auðvelt að koma út í seinni hálfleikinn og hafa trú og vilja og keyra á Valsarana eins og við gerðum í seinni hálfleiknum og ég er stoltur af því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner