Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fim 17. september 2020 20:11
Aksentije Milisic
Jóhannes Karl: Finnst það sorglegt og eiginlega bara óskiljanlegt af hverju hann neitaði að dæma vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Heyrðu ég er bara nokkuð svekktur. Ég hefði vilja fá eitthvað út úr þessum leik þó það hljómi skringilega eftir að hafa lent 3-0 undir gegn öflugu liði Vals þá er ég samt ósáttur með að hafa ekki náð stiginu og ná að jafna leikinn. Mér fannst við eiga það skilið eins og seinni hálfleikurinn þróaðist og við áttum að fá víti," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA eftir leikinn gegn Val í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  4 Valur

Valur komst í 3-0 í fyrri hálfleik en Skagamenn bitu frá sér í þeim síðari og skoruðu tvö mörk áður en Valur kláraði leikinn í uppbótartíma.

Jóhannes Karl var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum.

„Í aðdraganda þriðja marksins er rangstaða. Það mark á ekki að standa og mér finnst rosalega sorglegt að það mark fékk að standa, að línuvörðurinn hafi ekki flaggað rangstöðu. Ég var ekki í línu við þetta en ég gat samt séð að það hafi verið rangstæða, línuvörður væntanlega séð línuna betur heldur. Svo sorglega við þetta er að að aðstoðardómarinn kallar á dómara leiksins þegar að Valsarinn ver boltann þarna með hendinni inn í teig í restina og kallar á hann ítrekað að dæma víti en Guðmundur Ársæll neitaði því og það finnst mér virkilega sorglegt og eiginlega bara óskiljanlegt af hverju hann neitaði að dæma vítaspyrnu."

„Það er ekkert auðvelt að koma út, alveg sama hvernig hlutirnir féllu með okkur í fyrri hálfleik. Það er ekki auðvelt að koma út í seinni hálfleikinn og hafa trú og vilja og keyra á Valsarana eins og við gerðum í seinni hálfleiknum og ég er stoltur af því."
Athugasemdir
banner