Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 17. september 2021 22:14
Victor Pálsson
Myndband: Guðlaugur Victor fékk beint rautt fyrir ljóta tæklingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson fékk að líta rauða spjaldið í kvöld er Schalke mætti Karlsruher í þýsku B-deildinni.

Guðlaugur Victor var með fyrirliðabandið í kvöld en fékk rautt spjald þegar tæplega 20 mínútur voru eftir.

Það kom að sök að lokum en Karlsruher skoraði sigurmark þegar örfáar mínútur voru eftir í 2-1 sigri.

Miðjumaðurinn stöðvaði sókn Karlsruher í seinni hálfleik með ansi klaufalegri tæklingu að aftan.

Rauða spjaldið má sjá með því að smella hér
Athugasemdir
banner