Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   sun 17. september 2023 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Martinelli gæti misst af nágrannaslagnum - „Hann fann til aftan í læri“
Mynd: Getty Images
Brasilíski kantmaðurinn Gabriel Martinelli gæti misst af næstu leikjum Arsenal eftir að hann meiddist í 1-0 sigrinum á Everton í dag.

Martinelli er alger lykilmaður í liði Mikel Arteta en hann þurfti að fara af velli seint í fyrri hálfleiknum.

Brasilíumaðurinn skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu og stuttu síðar haltraði hann af velli.

Arteta segir ekki vita hvort um sé að ræða alvarleg meiðsli.

„Hann eitthvað aftan í læri þegar hann var að hlaupa að marki. Hann er vanalega ekki með vöðvatengd vandamál, en hann þurfti að koma af velli. Við munum skoða þetta betur,“ sagði Arteta.

Arsenal er að fara í erfiðan pakka á næstu dögum og vikum en liðið mun spila sex leiki á næstu þremur vikum. Næst er það PSV í Meistaradeildini og síðan er það nágrannaslagur gegn Tottenham um helgina.
Athugasemdir
banner