Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 17. nóvember 2020 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: ÍBV 
Eliza framlengir við ÍBV
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV er búið að staðfesta að lettneski varnarmaðurinn Eliza Spruntule verður áfram innan raða félagsins næsta sumar.

Eliza er búin að framlengja samning sitt við félagið um eitt ár en hún lék 13 leiki á sínu fyrsta tímabili í Vestmannaeyjum.

Eliza er fædd 1993 og er fastamaður í landsliði Lettlands þar sem hún á um 50 leiki að baki. Eliza sinnir einnig yngriflokkaþjálfun hjá ÍBV.

„ÍBV fagnar því að hafa Elizu áfram í sínum herbúðum þar sem að mikil ánægja er með hennar störf, bæði innan sem utan vallar," segir á vefsíðu ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner