Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. janúar 2023 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Weghorst getur gert meira en að taka á móti fyrirgjöfum
Mynd: Getty Images

Wout Weghorst er í byrjunarliði Manchester United í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið heimsækir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.


Hann gekk til liðs við félagið frá Burnley á láni á dögunum. Erik ten Hag stjóri United var spurður hverju það breytti varðandi leikstíl liðsins að hafa hann í liðinu.

„Það breytir engu. Auðvitað er hann öðruvísi, hann er týpísk nía. Hann hentar vel með Antony, Bruno Fernandes og Marcus Rashford," sagði Ten Hag.

Weghorst er stór og stæðilegur, má þá búast við fleiri fyrirgjöfum en venjulega?

„Nei. Weghorst getur gert meira en að taka á móti fyrirgjöfum," sagði Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner