banner
   þri 18. febrúar 2020 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamótið: FH vann baráttuna um Hafnfarfjörð
Úr leik FH og Hauka á síðasta tímabili.
Úr leik FH og Hauka á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 2 - 0 Haukar
1-0 Birta Georgsdóttir ('26)
2-0 Rannveig Bjarnadóttir ('85)

FH hafði betur gegn nágrönnum sínum í Haukum er liðin mættust í Faxaflóamóti kvenna í kvöld. Um var að ræða síðasta leikinn í A-riðl Faxaflóamóts kvenna í ár.

Leikið var í Skessunni og það var Fimleikafélagið sem náði forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn; Birta Georgsdóttir markaskorarinn. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Haukar voru inn í leiknum alveg fram á 85. mínútu, en þá skoraði Rannveig Bjarnadóttir annað mark FH.

Lokatölur 2-0 fyrir FH-inga sem enda Faxaflóamótið í þriðja sæti með fimm stig. Haukar enda á botninum án stiga. FH leikur í Pepsi Max-deildinni næsta sumar og Haukar í 1. deild.

Lokastaða Faxaflóamótsins:
1. Breiðablik 12 stig
2. Selfoss 7 stig
3. FH 5 stig
4. Keflavík 4 stig
5. Haukar 0 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner